19. apr
			Mynd dagsins - Klippt á borða og rauði dregillinn vígðurMynd dagsins -  - Lestrar 383
			
		Mynd dagsins var tekin í dag á Garðarsbrautinni þegar Sigurður Illugason, í gerfi Óskars Óskars-sonar vitavarðar, klippti á borða og vígði rauða dregilinn sem þar er.
Rauða dreglinum var komið upp í tilefni Óskarsverðlaunahátíðarinnar, sem haldin verður aðfaranótt mánudagsins 26. apríl.
Þar er lagið Húsavík úr Eurovision-mynd Wills Ferrell tilnefnt til verðlauna.
Óskar Óskarsson er persónan úr myndböndum sem framleidd hafa verið í tengslum við tilnefninguna og hvarvetna hlotið mikla athygli.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærrri upplausn.


 































 
									 


 
 

 
 






























 640.is á Facebook
 640.is á Facebook