Mynd dagsins - Jólatréð kemur úr garðinum við Sólberg

Mynd dagsins var tekin í dag þegar jólatré Húsvíkinga í ár var fellt í garðinum við Sólberg að Garðarsbraut 35a.

Mynd dagsins var tekin í dag þegar jólatré Húsvíkinga í ár var fellt í garðinum við Sólberg að Garðarsbraut 35a.

Það eru Jóna Matthíasdóttir og Guðlaugur G. Árnason sem gefa tréð en fjögur glæsileg tré voru tilnefnd og kusu íbúar það tré sem þeir vildu sjá sem jólatré Húsavíkur.

Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hefðbundinn viðburður í kringum tendrun jólatrésins í ár. 

Þess í stað verður kveikt á jólatrénu að morgni föstudags 26. nóvember að viðstöddum leikskólabörnum frá Grænuvöllum og börnum úr 1-3 bekk Borgarhólsskóla.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744