Mynd dagsins - Æft að nýju

Mynd dagsins var tekin síðdegis í dag á iðagrænum Vodafonevellinum á Húsavík.

Mynd dagsins - Æft að nýju
Mynd dagsins - - Lestrar 213

Mynd dagsins var tekin síðdegis í dag á iðagrænum Vodafonevellin-um á Húsavík. 

Þar voru ungir Völsungar við knattspyrnuæfingar en í dag, 18. nóvember, tóku gildi nýjar reglur um samkomutakmarkanir og hafa þær gildistíma til 1. desember. 

Frá miðvikudeginum 18. nóvember gildir því eftirfarandi:

  • Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
  • Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
  • Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
  • Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25 saman
  • Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægðarreglu.
  • Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.

Nánar á vef ÍSÍ

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744