Milljarður rís - Dansað gegn kynbundnu ofbeldi

Milljarður rís er dansbylting sem er haldin víðsvegar um heiminn á ári hverju og þann 14. febrúar 2019 klukkan 12:15 tók Húsavík þátt í fyrsta skipti.

Milljarður rís - Dansað gegn kynbundnu ofbeldi
Almennt - - Lestrar 390

Dansað gegn kynbundnu ofbeldi á Húsavík í dag.
Dansað gegn kynbundnu ofbeldi á Húsavík í dag.

Milljarður rís er dansbylting sem er haldin víðsvegar um heiminn á ári hverju og þann 14. febrúar 2019 klukkan 12:15 tók Húsavík þátt í fyrsta skipti.

Átta staðir á Íslandi voru með viðburð á sama tíma.

Byltingunni er ætlað að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi en þriðja hver kona í heiminum hefur þurft að þola ofbeldi og í dag hafa 700 milljónir núlifandi kvenna verið giftar á barnsaldri.

Fosshótel Húsavík lagði til salinn fyrir viðburðinn og Jóhanna Svava, Zumbakennari, leiddi dansinn. Í byrjun var horft á áhrifamikið myndband og síðan einhentu sér um 40 manns í villtan dans til stuðnings byltingunni.

Skipuleggjendur þakka af öllu hjarta þeim sem mættu og vona að mæting verði enn betri að ári þar sem enn halda þarf vitundarvakningunni vel á lofti.

Milljarður rís

Milljarður rís

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744