Mikilvægur sigur gegn Njarðvík

Völsungur vann góðan og mikilvægan sigur á Njarðvík í 2. deildinni í dag en leikurinn fór fram á Húsavík.

Mikilvægur sigur gegn Njarðvík
Íþróttir - - Lestrar 160

Santiago skorar hér úr vítinu, sláin inn.
Santiago skorar hér úr vítinu, sláin inn.

Völsungur vann góðan og mikilvægan sigur á Njarðvík í 2. deildinni í dag en leikurinn fór fram á Húsavík.

Njarðvík var og er í 2. sæti deildarinnar en Völsungur saxaði á forskot þeirra með sigrinum en eina mark leiksins kom í síðari hálfleik.

Það voru rúmar þrjátíu mínútur eftir þegar Ásgeir Kristjánsson var felldur í vítateig Njarðvíkur og vítaspyrna dæmd. Santiago Feuillassier fór á punktinn og skoraði sláin inn.

Og þar við sat og fyrsta tap Njarðvíkur á tíma­bil­inu staðreynd. Mikilvægur sigur heimamanna sem halda í við toppliðin.

Þegar 11 umferðir eru búnar eru Völsungar í fimmta sæti með sautján stig, þrem á eftir Njarðvík sem er í öðru sæti. Þróttur V er á toppi deildarinnar með 24 stig.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744