Mikil aukning á skipakomum í ár

Eins og kom fram í upphafi árs hér á 640.is mun skipakomum til Húsavíkur fjölga til muna í ár.

Mikil aukning á skipakomum í ár
Almennt - - Lestrar 382

Eimskip verður með vikulega áætlun til Húsavíkur.
Eimskip verður með vikulega áætlun til Húsavíkur.

Eins og kom fram í upphafi árs hér á 640.is mun skipakomum til Húsavíkur fjölga til muna í ár.

Þá höfðu 29 komur skemmtiferðaskipa verið boðaðar en nú er áætlað þær verði 44 og fjölgunin því orðin umtalsverð frá fyrri árum.

Að sögn Þóris Arnar Gunnarssonar rekstrarstjóra hafna í Norðurþingi eru talsverðar aukningar á skipakomum til Húsavíkurhafnar í farvatninu sem eru mjög jákvætt fyrir höfnina.

“Eimskip hefur tilkynnt áætlun um vikulegar siglingar til Húsavíkur í stað hálfsmánaðarlega og gera má því ráð fyrir að fjöldi skipa á árinu af þeirra hálfu verði um 48 talsins með þeim skipum sem þegar hafa komið.

Samskip er að sigla á hálfsmánaðar áætlun til hafnarinnar og má því gera ráð fyrir að á árinu komi um 26 skip á þeirra vegum". Segir Þórir Örn.

Þá eru ótalin önnur skip sem eru væntanleg með ýmsan varning sem snýr að þeim framkvæmdum sem eru í gangi á svæðinu s.s. fyrir Landsvirkjun og PCC. Ekki er enn vitað um heildar skipafjölda á þeirra vegum. 

Samkvæmt venju síðustu ára má síðan gera ráð fyrir 3-4 salt- og áburðarskipum til hafnarinnar. 

PCC mun síðan hefja efnisflutninga seinni part árs og  gera því áætlanir hafnarinnar ráð fyrir að um 120-130 skip komi til Húsavíkur á árinu 2017. Eins og áður segir er um talsverða fjölgun að ræða því um 60 skip komu til Húsavíkurhafnar á árinu 2016.

"Í sumar verður ráðist í lokafrágang á Bökugarði sem og Bökufyllingunni og því má búast við talsverðu flækjustigi við móttöku skipa yfir verktímann.

Það liggur því fyrir að með áframhaldandi vexti, og ef til kemur að PCC ráðist í annan áfanga á Bakka á næstu misserum, þurfa hafnaryfirvöld að fara að huga að frekari stækkun hafnaraðstöðunnar á næstu árum". Sagði Þórir Örn að lokum.

Eimskip

Brúarfoss við Bökugarðinn í síðustu viku en hann kom þá í sína síðustu ferð hingað. Tvö skip munu leysa hann af hólmi og koma hingað sitt hvora vikuna samkvæmt nýrri siglingaáætlun Eimskipa.

Eimskip

 Eimskip hefur bætt við sig gámalyftara vegna aukinna umsvifa og hér er hann við uppskipun gáma úr Brúarfossi.

 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744