Menningarminjadagar - Laugar í Ţingeyjarsveit

Menningarminjadagar eru haldnir ár hvert í ţeim 50 löndum sem hlut eiga ađ Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbćsjan í austri, til Portúgals í vestri

Menningarminjadagar - Laugar í Ţingeyjarsveit
Fréttatilkynning - - Lestrar 483

Menningarminjadagar eru haldnir ár hvert í ţeim 50 löndum sem hlut eiga ađ Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbćsjan í austri, til Portúgals í vestri og norđur til Noregs. 

Markmiđ ţessara daga er ađ vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu ţeirra samfélaga sem byggja álfuna. Ţema ársins 2016 er „Minjar og mannlíf“. Nánar má frćđast um viđburđi í einstökum löndum á www.europeanheritagedays.com.

Laugardaginn 17. september n.k. verđur blásiđ til menningarminjadags hér á landi og bođiđ verđur upp á fjölbreytta viđburđi víđs vegar um land, sem tengjast á einn eđa annan hátt mannífi og sögu fyrri tíma. Allir viđburđirnir eiga ţađ sameiginlegt ađ vera í höndum fyrirmyndarađila sem starfa međ menningarminjar.

Á Laugum í Reykjadal mun Urđarbrunnur - menningarfélag og Hiđ ţingeyska fornleifafélag bjóđa til kynningarfundar um örnefn og gildi ţeirra í fortíđ og framtíđ. Fjallađ verđur um ţann menningararf sem örnefnin eru og hvernig megi nýta ţau til ţess ađ kasta ljósi á söguna og sem mögulegan valkost í menningartengdri ferđaţjónustu međ ţađ ađ markmiđi ađ létta ánýđslu á helstu náttúruperlur landsins.

Kynnt verđur verkefni sem lítur ađ merkingu örnefna í skráningargrunn Landmćlinga Íslands og möguleg notkun ţeirra upplýsinga á ferđalögum um landiđ. Kynningarfundurinn fer fram í Seiglu - miđstöđ sköpunar í gamla Litlulaugaskóla klukkan 15:00.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744