Meðferð úrgangs og förgun á vöktunarsvæði Gaums

Nú hafa í fyrsta sinn verið birt gögn um meðferð sorps meðal sveitarfélaganna þriggja sem eiga aðild að sjálfbærniverkefninu Gaumi.

Nú hafa í fyrsta sinn verið birt gögn um meðferð sorps meðal sveitarfélaganna þriggja sem eiga aðild að sjálbærniverk-efninu Gaumi. 

Á síðasta ári voru birt gögn vegna sorps úr Norðurþingi og Þingeyjarsveit en nú undir lok árs 2021 tókst að afla gagna vegna Skútustaðahrepps.

Gögnin eins og þau hafa nú verið birt gefa gleggri mynd af svæðinu í heild en áður hefur verið birt á vettvangi Gaums. 

Heildarmagn sorps á íbúa á tímabilinu 2017-2020 hefur farið vaxandi, úr 577 tonnum í 678 tonn, þ.e. aukning um 100 tonn á þremur árum. Aukningin er mest í Norðuþingi, hvort sem hún er skoðuð út frá heildarmagni eða hlutfallslega. Frá árinu 2018 hefur sorpmagn dregist saman í Skútustaðahreppi og sömu sögu er að segja frá árinu 2019 í Þingeyjarsveit. Ef heildarmagn sorps pr. íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kg. en mest hjá íbúum Norðurþins, 181 kg. 

Ef sorpið er greint eftir þeim ferlum sem það er flokkað á svæðinu þá sést að frá árinu 2017 til ársins 2020 eykst örlítið það magn sem fer til endurvinnsla, lífrænn úrgangur til moltugerðar sem aðeins er safnað í Norðurþingi minnkar en sorp sem er urðað eykst úr 332 tonnum í 443 tonn.  Ef magn sorps á hvern íbúa er greint eftir ferlum þá fer mestur hlutinn enn í urðun, því næst í endurvinnslu og loks í moltugerð. 

Þau gögn sem unnið er með varðandi meðferð og magn á sorpi snúa eingöngu að heimilum en ekki fyrirtækjum og þau gögn sem notuð eru fyrir Norðurþing tilheyra eingöngu Húsavík og Reykjahverfi.

Frá árinu 2020 hafa íbúar á svæðinu í mörgum tilfellum dvalið meira heimavið vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Það er of snemmt að setja til um hvort það skýri að einhverju leyti aukningu í sorpmagni frá heimilunum, þó óhjákvæmilega vakni spurningar þar um, en það mun tíminn og frekari gagnasöfnun leiða í ljós. 

Hægt er að skoða þróun gagna fyrir sorp í vísi 2.7.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744