09. des
Marsilía Dröfn Sigurðardóttir ráðin fjármálastjóri NorðurþingsAlmennt - - Lestrar 632
Marsilía Dröfn Sigurðardóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norðurþings.
Marsilía Dröfn er með B.Sc. próf í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskólanum á Akureyri og M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands.
Undanfarin ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri í opinberu umhverfi hjá Menntaskólanum á Akureyri. (nordurthing.is)