26. júl
Markalaust jafntefli hjá VölsungskonumÍþróttir - - Lestrar 71
Völsungur lék Mæruleikinn gegn Fjölni á PCC vellinum í kvöld.
Leiknum með markalausu jafntefli og voru Völsungar efstar um stund í 2. deild ásamt KR en okkar stelpur með betri markatölu.
Haukar sigruðu svo sinn leik sem hófst síðar um kvöldið og komust á toppinn með 31 stig en Völsungar og KR fylgja fast á eftir með 29 stig.
Úrslitakeppni er svo handan við hornið en hún hefst eftir Verslunarmannahelgi.