Marika Alavere hlýtur Menningarverđlaun Ţingeyjarsveitar

Menningarverđlaun Ţingeyjarsveitar 2024 voru afhent á Fjölskylduhátíđ Ţingeyjarsveitar í tilefni af 80 ára afmćli lýđveldisins ţann 17. júní á Laugum.

Menningarverđlaun Ţingeyjarsveitar 2024 voru afhent á Fjölskylduhátíđ Ţingeyjarsveitar í tilefni af 80 ára afmćli lýđveldisins ţann 17. júní á Laugum.

Frá ţessu segir á heimasíđu Ţingeyjarsveitar en verđlaunin voru fyrst veitt í nýsameinuđu sveitarfélagi áriđ 2023 og var fyrsti handhafi ţeirra Rósa Emilía Sigurjónsdóttir.

Menningarverđlaun Ţingeyjarsveitar eru veitt árlega ţeim einstaklingum, hópi eđa félagasamtökum, sem ţykir standa sig afburđavel í ađ efla menningarstarf í sveitarfélaginu. Auglýst var eftir tilnefningum til verđlaunanna og bárust ellefu tilnefningar í ár. Ţađ var ţví úr vöndu ađ ráđa fyrir íţrótta-, tómstunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins, enda ţeir sem tilnefndir voru, ađ mati nefndarinnar, allir vel ţess verđugir ađ hljóta verđlaunin. Ţađ ađ vera tilnefndur er mikill heiđur og sönnun ţess ađ ţađ sem viđkomandi einstaklingar eru ađ fást viđ skiptir ađra máli.

Marika Alavere er handhafi menningarverđlauna Ţingeyjarsveitar áriđ 2024.

Í tilnefningu Mariku segir međal annars; „Marika er ein margra tónlistarkennara af erlendum uppruna , sem starfađ hafa í samfélagi okkar í gegnum tíđina. Sum hafa stoppađ stutt, en önnur ílengst eins og hún og skotiđ hér rótum. Marika hefur árum saman lagt sitt af mörkum til tónlistarkennslu, tónlistarflutnings og ađstođ viđ kórstjórn. Ţannig hefur hún lagt inn mikilvćga vaxtarsprota međal ungmenna og átt sinn ţátt í menningarlífi sveitarfélagsins og víđar.

Tilnefning Mariku er sett fram sem ţakklćtisvottur til hennar, sem fulltrúa ţeirra erlendu tónlistarkennara, er lagt hafa mikiđ af mörkum til ţingeysks tónlistarlífs og eiga svo ríkulegan ţátt í ţví blómlega tónlistar- og menningarlífi, sem glatt hefur bćđi lund og geđ íbúa samfélags okkar í gegnum tíđina“.

Ragnheiđur Jóna sveitarstjóri afhenti Mariku verđlaunin í sól og blíđu á Íţróttavellinum á Laugum. 

Víđa í sveitum landsins leynist fólk sem er snillingar í sínu fagi – ađ miđla tónlist til barna jafnt sem fullorđinna. Viđ Ţingeyingar höfum löngum haft á ađ skipa frábćru tónlistarfólki og á seinni árum hefur menntuđu tónlistarfólki í samfélaginu fjölgađ jafnt og ţétt, innlendu sem erlendu. Ţađ er mikil gćfa fyrir hvert samfélag ađ hafa á ađ skipa öflugu tónlistarfólki.

Marika útskrifađist áriđ 1994, sem fiđlukennari og fiđluleikari í hljómsveit frá Heino Eller Music School of Tartu, framhaldsskóla sem sérhćfđi sig tónlist. Hún gekk síđan í háskóla Estonian Music Academy í fjögur ár, eđa ţangađ til hún flutti til Íslands, ásamt eiginmanni sínum Jaan og litlum laumufarţega sem leit dagsins ljós nokkrum mánuđum síđar. Upphafleg áćtlun ţeirra hjóna var ađ ađ svala ćvintýraţrá sinni međ ţví ađ kenna hér norđur undir heimskautsbaug í tvö ár.

Ţau Marika og Jaan störfuđu sem tónlistarkennararar í Stórutjarnaskóla, en frá haustinu 2010 hefur Marika veriđ deildarstjóri tónlistardeildarinnar. Ţau hjónin voru bćđi virkir ţátttakendur í tónlistar- og menningarlífi Norđlendinga, en Jaan lést sem kunnugt er langt um aldur fram áriđ 2020. Marika hefur veriđ međlimur Sinfóníuhljómsveitar Norđurlands frá ţví hún flutti hingađ og lék á fyrstu tónleikum međ hljómsveitinni rúmum tveimur vikum eftir komuna til landsins.

Kćra Marika. Tilnefning ţín er verđskulduđ og sett fram sem ţakklćtisvottur frá íbúum samfélagsins. Árin tvö sem ţú ćtlađir ađ vera á Íslandi eru orđin 25 og á ţeim tíma hefur ţú lagt mikiđ ađ mörkum til samfélagsins í okkar ţágu. Ţú ert verđugur fulltrúi ţerra erlendu tónlistarkennara, sem flutt hafa til landsins og kynnt okkur framandi stefnur og strauma frá heimkynnum sínum. Sporin sem ţiđ skiljiđ eftir ykkur í ţingeysku menningarlífi eru djúp og víst er ađ áhrifa ykkar mun áfram gćta um ókomna tíđ. Hafđu ţökk fyrir allt.“ sagđi Ragnheiđur Jóna viđ tilefniđ.

Eftirtaldir voru einnig tilnefndir til Menningarverđlauna Ţingeyjarsveitar 2024, tilvitnun í ástćđur og/eđa rökstuđning fylgir einnig međ.  

Leikdeild Eflingar „fyrir mikilvćgt samfélagslegt menningarstarf í gegnum tíđina.“ 

Freydís Anna Arngrímsdóttir „fyrir óeigingjarnt starf í ţágu Leikdeildar Eflingar í gegnum árin.“

Ragnar og Ásdís í Seli; „Eigendur Sel Hótel Mývatn eiga sannarlega hrós skiliđ fyrir ţađ sem ţau skila til baka í samfélagiđ og ţau eru mikilvćgir bakhjarlar fyrir menningar-, íţrótta- og góđgerđastarf í sveitinni. Alltaf bođin og búin ađ leggja sitt ađ mörkum. Árlega standa ţau fyrir viđburđinum Vordćgur, fyrir eldri borgara víđs vegar ađ af landinu og eru dugleg viđ ađ hvetja eldri borgara í sveitarfélaginu ađ taka ţátt. Ţá hafa ţau alltaf tekiđ ţátt í Vetrarhátíđ í Mývatnssveit í einhverri mynd.“

Guđfinna Sverrisdóttir var tilnefnd fyrir Persónulega safniđ „ţar sem komiđ er fyrir munum sem hafa sögu, ekki bara sögu fjölskyldunnar, heldur líka muni eftir alţýđulistamenn sveitarinnar.“

Karlakórinn Hreimur var tilnefndur fyrir metnađarfullt menningarstarf; „Hreimur hefur veriđ einn af mörgum hornsteinum í menningarlífi sveitarinnar í tónlist og öđrum viđburđum um áratuga skeiđ, en kórinn hefur starfađ óslitiđ síđan 1975. Međlimir kórsins eru á öllum aldri, úr bćđi Norđur og Suđur- Ţingeyjarsýslum og Akureyri.

Hreimsmenn hafa stađiđ fyrir svokölluđum Vorfögnuđi ár hvert, viđburđi sem er ávallt afar vel sóttur og reynt hefur veriđ ađ fara í tónleikaferđ suđur árlega. Ţar sýna ţeir hvađ í Ţingeyingum býr, međ góđri kynningu og sögum á tónleikum. Kynna fyrir fólki á Suđurlandi ađ ţađ er líf í Ţingeyjarsveit.“

Söngfélagiđ Sálubót; „Sálubót hefur í gegnum tíđina komiđ fram á fjölmörgum menningarviđburđum, auk hefđbundins kórastarfs. Ţađ gera kórfélagar ásamt stjórnanda sínum međ bros á vör, enda hefur ţađ veriđ stefna kórsins frá upphafi ađ setja ekkert upp fyrir slíkar samkomur.

Síđasta starfsár var sérlega viđburđaríkt hjá Sálubót, ţar sem auk árlegra tónleika tók kórinn ţátt í Músík í Mývatnssveit, sem er metnađarfull tónlistarhátíđ og var ţar í einu af ađalhlutverkum hátíđarinnar. Einnig söng kórinn á minningartónleikum um ástsćlan fyrrum söngstjóra kórsins, Jaan Alavere, sem ekkja hans Marika Alavere stóđ fyrir. Ţar var öllu tjaldađ til og Sálubót í stóru hlutverki.“

Ađsend mynd

Marika Alavere handhafi Menningarverđlauna Ţingeyjarsveitar 2024 og Ragnheiđur Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744