Margrét Hólm nýr formaður Matvælasjóðs

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur nýjan formann Matvælasjóðs.

Margrét Hólm nýr formaður Matvælasjóðs
Almennt - - Lestrar 380

Margrét Hólm Valsdóttir.
Margrét Hólm Valsdóttir.

Kristján Þór Júlíusson, sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur nýjan formann Matvælasjóðs.

Margrét er útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, hún er viðskipta- og iðnrekstrar-fræðingur og er með diplómu í ferðamálafræði. Margrét hefur auk þess starfað sem fjármálastjóri, hótelstjóri og skrifstofustjóri og kom að rekstri búsins að Gautlöndum í Mývatnssveit um árabil.

Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem eru færðar kærar þakkir fyrir framlag sitt til sjóðsins sem fyrsti formaður hans.

Í tilkynningu segir að hlutverk Matvælasjóðs sé að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Stjórn Matvælasjóðs er þannig skipuð: 

  • Margrét Hólm Valsdóttir, án tilnefningar, formaður.
  • Gunnar Þorgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Karl Frímannsson, án tilnefningar

Hér má nálgast frekari upplýsingar um Matvælasjóð, en stefnt er á að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum fljótlega. Sjóðurinn hefur ríflega 600 milljónir til úthlutunar árið 2021.

Í desember 2020 hlutu 62 verkefni styrk úr sjóðnum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744