Málþing á degi íslenskrar tungu

Þeir Þorkell Björnsson, sem leikur í Söngleiknum Ást hjá Leikfélagi Húsavíkur, og Jakob S. Jónsson, leikstjóri verksins, tóku þátt í Málþingi um íslenska

Málþing á degi íslenskrar tungu
Almennt - - Lestrar 365

Jakob og Þorkell á málþinginu. Lj.laugar.is
Jakob og Þorkell á málþinginu. Lj.laugar.is

Þeir Þorkell Björnsson, sem leikur í Söngleiknum Ást hjá Leikfélagi Húsavíkur, og Jakob S. Jónsson, leikstjóri verksins, tóku þátt í Málþingi um íslenska tungu, sem haldið var í Framhaldsskólanum á Laugum í tilefni Dags íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember.

Á málþinginu greindu þeir frá því af hverju var ráðist í að íslenska enska texta söngleiksins og greindi Þorkell frá því að það væri bæði rétt og sjálfsagt að bjóða íslenskum áhorfendum leiksýningu á sínu móðurmáli, enda væri íslenskan þannig tungumál, að hún ætti orð yfir hvaða hugsun og fyrirbæri sem vera skyldi.

Jakob talaði um samhengi texta og útskýrði, að við þýðingu á erlendum textum söngleiksins hefði verið unnt að tengja þá enn betur við efni sýningarinnar og hefði það skáldaleyfi verið notað.

Þeir lásu síðan tvo texta úr söngleiknum. Jakob las fyrst á ensku en svo tók Þorkell við og las íslensku þýðinguna og var þetta gert til að gefa dæmi um hvernig unnt væri að standa að þýðingum.

Þessi heimsókn Þorkels og Jakobs á Lauga var liður í samstarfi Framhaldsskólans á Laugum og Leikfélags Húsavíkur. (641.is)

Sjá nánar á vef Framhaldsskólans á Laugum


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744