Málstofa á Húsavík í tilefni baráttudags kvenna

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands, stóðu fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á alþjóðlegum

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands, stóðu fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna laugardaginn 8. mars sl.

Yfirskrift málstofunnar, sem fram fór í golfskálanum á Katlavelli á Húsavík, var „Konur í nýju landi - okkar konur“.

Sjónum var beint að framlagi kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags og stöðu þeirra hér á landi.

Ljósmynd Hafþór

                                                        Agnieszka Szczodrowska.

Meðal fyrirlesara voru Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ, Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar, Agnieszka Szczodrowska túlkur og starfsmaður Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Aneta Potrykus formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. 

Ljósmynd Hafþór

Nele Marie Beitelstein fjölmenningafulltrúi Norðurþings, Aleksandra Leonardsdóttir sérfræðingur ASÍ í fræðslu og inngildingu, Fanný Cloé, íslenskukennari fyrir innflytjendur, Christin Irma Schröder verkefnastjóri hjá PCC, Sylwia Gręda, lögfræðingur, aðstoðarmaður daglegs reksturs hjá North Sailing tóku þátt í pallborðsumræðum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744