Makrílvertíð hafin á Þórshöfn

Mikið líf er nú í uppsjávarvinnslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn og margir sem komið hafa til vinnu síðustu daga.

Makrílvertíð hafin á Þórshöfn
Almennt - - Lestrar 150

Sigurður VE við bryggju á Þórshöfn. Lj. VH
Sigurður VE við bryggju á Þórshöfn. Lj. VH

Mikið líf er nú í uppsjávar-vinnslu Ísfélags Vestmanna-eyja á Þórshöfn og margir sem komið hafa til vinnu síðustu daga.

Á heimasíðu Langanes-byggðar segir að vinnsla úr fyrsta makrílfarmi sumarsins úr Sigurði VE hófst í gærmorgun og von er á Heimaey VE á morgun.

Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og vonast er til að vaktavinna verði út októbermánuð þar sem makríll og síld verða unnin.

Makríllinn veiðist nú í síldarsmugunni norðan við sjötugustu breiddargráðu og því liggur Þórshöfn vel við landfræðilega miðað við marga aðra staði.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Makríll. Ljósmynd VH.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744