20. júl
Magnús Már Þorvaldsson ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja á LaugumAlmennt - - Lestrar 425
Sjö sóttu um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja, sundlaugar og íþróttahúss á Laugum.
Umsækjendur voru Arkadiusz Babinski, Birgitta Eva Hallsdóttir, Hjördís Sverrisdóttir, Hrannar Guðmundsson, Magnús Már Þorvaldsson, Marteinn Gunnarsson og Þórir Már Einarsson.
Frá þessu segir á vef Þingeyjarsveitar en ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Magnús Má Þorvaldsson.
Magnús hefur víðtæka menntun og langa starfsreynslu hjá sveitarfélögum, m.a. í íþrótta- og æskulýðsmálum og sem yfirmaður íþróttamannvirkja.