Magnađir vortónleikar karlakórsins Hreims

“Kvöldiđ tókst einstaklega vel, kórinn líklega aldrei veriđ betri og allir sem komu ađ samkomunni voru sér og sínum til mikils sóma”. Sagđi Bjarni

Magnađir vortónleikar karlakórsins Hreims
Almennt - - Lestrar 512

Karlakórinn Hreimur á sviđi í Ýdölum.
Karlakórinn Hreimur á sviđi í Ýdölum.

“Kvöldið tókst einstaklega vel, kórinn líklega aldrei verið betri og allir sem komu að samkomunni voru sér og sínum til mikils sóma”.  Sagði Bjarni Sigurður Aðalgeirsson á Mánárbakka aðspurður um Vorfagnað Karlakórsins Hreims sem fram fór í Ýdölum sl. laugardagskvöld.

Og miðað við þá vorfagnaðargesti sem 640.is hefur haft tal af eru þetta líklega orð að sönnu hjá formanninum því þetta ku hafa verið frábær skemmtun í alla staði. Lagavalið gott og frammistaða flytjenda með ágætum. Og ekki má gleyma hinu margrómaða hnallþóruborði Hreimskvenna sem var á sínum stað.

Bjarni á Mánárbakka

Bjarni Sigurður Aðalgeirsson formaður karlakórsins Hreims.

En gefum Bjarna aftur orðið:

“Lagavalið var mjög fjölbreitt, allt frá lögum eins og Nótt eftir Árna Thorsteinsson þar sem meira að segja hörðustu karlmenn felldu tár, til hressilegra laga á borð við Marínu og Kveiktu ljós. Hljómsveit kórmanna var frábær að ógleymdum snillingnum Aladar Rácz sem átti stórleik á píanóinu. Steini Hall setti skemmtilegan svip á nokkur lög með trompetleik og gestasöngkonan Edda Sverrisdóttir sýndi og sannaði að þar er hörkusöngkona á ferð.

En við erum einnig með magnaða einsöngvara innan okkar raða, þá Sigga í Skarðaborg og Ásgeir Böðvars, og þá sungu Jóhann á Gautlöndum og Bensi á Bergsstöðum dúett og fóru á kostum. Óskar Pétursson veislustjóri var í snilldarformi og sungu þeir Ásgeir Böðvarsson nokkra dúetta í hléi og náðu mjög vel saman.

En að öllum ólöstuðum er það söngstjórinn okkar Steinþór Þráinsson sem á langmestann heiðurinn af því hve vel tókst til, röggsamur stjórnandi sem nær öllu því bezta fram úr kórnum”. Sagði Bjarni og bætti við að það hefði verið stoltur formaður sem gekk af pöllunum með sínum mönnum á laugardagskvöldið og skellti sér á dansgólfið við undirleik Stulla og Dúa frá Siglufirði.

Meðfylgjandi myndir og myndband tók Sunna Mjöll á Mánárbakka.

Karlakórinn Hreimur

Karlakórinn Hreimur

Karlakórinn Hreimur

Karlakórinn Hreimur

Ásgeir Böðvarsson

Sigurður Þórarinsson

Jóhann og Benedikt

Edda Sverrisdóttir

Edda og Óskar Pétursson


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744