Mærudagssigur hjá Völsungum

Völsung­ur er með 22 stig í fjórða sæt­i 2. deildar eft­ir 3-1 Mærudagssig­ur á Vík­ing­um frá Ólafs­vík.

Mærudagssigur hjá Völsungum
Íþróttir - - Lestrar 114

Adolf í þann mund að skora þriðja mark Völsunga.
Adolf í þann mund að skora þriðja mark Völsunga.

Völsung­ur er með 22 stig í fjórða sæt­i 2. deildar eft­ir 3-1 Mærudagssig­ur á Vík­ing­um frá Ólafs­vík.

Það var vel mætt á PCC völlinn í gær en það var frítt inn í boði Sjóvá, Fish and Chips og Geosea.

Fyrsta markið var sjálfs­mark Ólafs­vík­inga og kom eftir hornspyrnu Ólafs Jóhanns Steingrímssonar.

Áki Sölva­son bætti við öðru marki áður en flautað var til hálfleiks og staðan því orðin 2-0 heimamönnum í vil.

Mika­el Hrafn Helga­son minnkaði mun­inn fyr­ir Vík­inga þegar tæpur hálftími var til leiksloka og gestirnir eigðu von. En Ad­olf Bite­geko inn­siglaði sig­ur Völsunga með þriðja mark­inu sex mínútum síðar og lokastaðan því 3-1.

Völsungar eru sem fyrr segir með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar en Víkingur Ólafs­vík­ með 12 stig í ní­unda sæti deild­ar­inn­ar.

Strákarnir eiga heimaleik gegn KFA á miðvikudaginn kl.19.15.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Adolf Bitegeo í þann mund að skora þriðja mark Völsunga.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Völsungar fagna marki Adolfs.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744