27. júl
Mærudagarnir að hefjastAlmennt - - Lestrar 650
Bæjar- og fjölskylduhátíðin Mærudagar ganga senn í garð en þeir verða settir á Hafnarstéttinni í kvöld.
Í appelsínugulahverfinu hófst Mærudagsgleðin í gærkveldi með Garðatónleikum Frímanns og Hafliða í garði þess fyrrnefnda og Jóhönnu konu hans.
Þar sungu þeir félagar nokkur vel valin lög fyrir gesti af sinni alkunnu snilld.
Hér gefur að líta myndir sem ljósmyndari 640.is tók í gærkveldi og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.