LS - Leggja til 44 veiðidaga á grásleppuvertíðinni

Grásleppuveiðar hófust á öllum svæðum 20. mars sl. nema í innanverðum Breiðafirði þar sem veiðin hefst að venju 20. maí.

Grásleppukarl á Aþenu ÞH 505. Lj. SG
Grásleppukarl á Aþenu ÞH 505. Lj. SG

Grásleppuveiðar hófust á öllum svæðum 20. mars sl. nema í innanverðum Breiðafirði þar sem veiðin hefst að venju 20. maí. 

Búið er að virkja 96 leyfi á móti 84 leyfum á sama tíma 2018. Aflabrögð hafa verið heldur slakari og nemur samdrátturinn um 30% í afla hvern veiðidag. 

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að grásleppuafli fari ekki umfram 4.805 tonn, sem er um 14% minnkun milli ára.

Á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda segir að grásleppunefnd LS hafi fundað um horfur á yfirstandandi vertíð og dagafjölda vertíðarinnar. Á fundinum var ákveðið að leggja til við ráðuneytið að veiðidagarnir verði 44, sem er sami dagafjöldi og var á síðustu vertíð. 
 
Til grundvallar niðurstöðu nefndarinnar eru aflatölur og þróun  síðustu vertíða skoðaðar í samhengi við upphaf yfirstandandi vertíðar og ráðgjöf Hafró með það að markmiði að veiðin verði sem næst ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
 
Grásleppa

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744