Lokahóf yngri flokka Völsungs í knattspyrnu

Lokahóf yngri flokka knattspyrnu fór fram síðastliðinn laugardag í Íþróttahöllinni. Þar veittu þjálfarar viðurkenningar í 3. - 5. flokki. Annars vegar

Lokahóf yngri flokka Völsungs í knattspyrnu
Almennt - - Lestrar 100

Jana, Daníel, Ásgeir og Dagbjört.
Jana, Daníel, Ásgeir og Dagbjört.

Lokahóf yngri flokka knattspyrnu fór fram síðastliðinn laugardag í Íþróttahöllinni. Þar veittu þjálfarar viðurkenningar í 3. - 5. flokki. Annars vegar leikmanni sumarsins í hverjum flokki fyrir sig og hinsvegar þeim leikmönnum sem höfðu sýnt mestar framfarir á árinu.

 



Leikmenn sjötta flokks fengu afhentar viðurkenningar fyrir framfarir ásamt viðurkenningarskjali. Þá fengu iðkendur sjöunda- og áttundaflokks afhent viðurkenningarskjöl.

 

Leikmenn ársins 2011 í yngri flokkum Völsungs eru:

3. kv. Ásrún Ósk Einarsdóttir.

3. kk. Ásgeir Sigurgeirsson.

4. kv. Jana Björg Róbertsdóttir.

4. kk. Daníel Agnar Ásgeirsson.

5. kv. Hafdís Dröfn Einarsdóttir.

5. kk. Ólafur Jóhann Steingrímsson.

Mestu framfarir ársins 2011:

3. kk. Eyþór Traustason.

3. kv. Dagbjört Ingvarsdóttir.

4. kk. Ragnar Þór Birkisson.

4. kv. Hulda Ósk Jónsdóttir.

5. kk. Kristján Gunnólfsson.

5. kv. Margrét Nína Sigurjónsdóttir.

6. kk. Páll Vilberg Róbertsson og Björn Gunnar Jónsson.

6. kv. Árdís Rún Þráinsdóttir og Elsa Dögg Stefánsdóttir.

Þá var fjórum ungmennum sem valin voru af þjálfurum sínum til þátttöku í knattspyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni í sumar færðar viðurkenningar. Þetta voru þau Jana Björg Róbertsdóttir, Daníel Agnar Ásgeirsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Dagbjört Ingvarsdóttir. Einnig var Bjarka Þór Jónassyni veitt viðurkenning fyrir þátttöku sína í verkefni U 17 ára landsliðs knattspyrnu. (volsungur.is)



 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744