06. okt
Lögreglan óskar eftir vitnum að líkamsárásumAlmennt - - Lestrar 329
Lögreglan á Húsavík óskar eftir vitnum að líkamsárásum sem áttu sér stað á Gamla Bauk, á dansleikmeð hljómsveitinni Von þann 20.09 sl.
Þar var veist að ungum manni inni á Skipasmíðastöðinni, hann sleginn og í hann sparkað þannig að tennur brotnuðu auk annarra áverka. Lögregla veit að fjöldi fólks var á staðnum og ómögulegt annað en að einhver hafi séð hvað fram fór.
Ennfremur var veist að stúlku utan við staðinn, á pallinum milli húsanna og hún slegin í andlitið. Þar var einnig nokkur fjöldi fólks.
Lögregla biður þá sem til sáu að gefa sig fram og tekur við upplýsingum í síma 4641303.