Ljótu hálfvitarnir gefa fyrsta lagiđ af vćntanlegri plötu

Ljótu hálfvitarnir lögđu nýveriđ undir sig heila eyju í hálfan mánuđ til ţess ađ semja, ćfa og taka upp nýja plötu.

Ljótu hálfvitarnir gefa fyrsta lagiđ af vćntanlegri plötu
Fréttatilkynning - - Lestrar 491

Ljótu Hálfvitarnir í Hrísey. Lj. af FB-síđu ţeirra
Ljótu Hálfvitarnir í Hrísey. Lj. af FB-síđu ţeirra

Ljótu hálfvitarnir lögđu nýveriđ undir sig heila eyju í hálfan mánuđ til ţess ađ semja, ćfa og taka upp nýja plötu. 

Í slagtogi viđ Flex Árnason upptökumeistara tókst ćtlunarverkiđ fullkomlega og lygilegt ađ sjá hversu miklu 10 manns geta áorkađ á stuttum tíma séu ţeir settir saman í einangrun en eyjan sem um rćđir ku vera Hrísey í Eyjafirđi. Platan, sem er ţeirra fimmta, er vćntanleg á ţessu ári enda ađeins eftirvinnslan sem upp á vantar eftir ţessa mögnuđu dvöl.


Fyrsta lagiđ, Hosiló, lítur nú dagsins ljós og setur tóninn fyrir ţađ sem koma skal. Í dag var lagiđ gert ađgengilegt á YouTube međ skemmtilegu textamyndbandi ţar sem einnig getur ađ líta svipmyndir frá Hríseyjardvölinni.

Ţá var lagiđ einnig bođiđ til niđurhals án endurgjalds gegnum ţennan hlekk: http://bit.ly/ljotu_hosilo

Nóg er framundan hjá Ljótu hálfvitunum. Auk plötuútgáfunnar og alls sem henni tilheyrir blása ţeir til tónleika međ Karlakórnum Hreimi ţann 14. nóvember í Hofi á Akureyri. Ţetta er gert vegna fjölda fyrirspurna en ţetta samstarf hófst á vordögum ţegar kórinn og Hálfvitar spiluđu fyrir fullum húsum bćđi á Ýdölum, skammt frá heimahögunum á Norđurlandi, og í Háskólabíói.

Miđar á viđburđinn eru komnir í sölu hér: https://tix.is/…/1435/karlakorinn-hreimur-og-ljotu-halfvit…/

Ljótu hálfvitarnir eiga 10 ára afmćli á nćsta ári og inniheldur sveitin ennţá alla sína 9 upprunalegu međlimi. Geri ađrir betur.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744