Ljósin tendruð á jólatrénu nk. föstudag

Klukkan 18:00 nk. föstudag verða tendruð ljós á jólatré húsvíkinga og er það sunddeild Völsungs sem hefur veg og vanda að dagskránni sem er að venju

Ljósin tendruð á jólatrénu nk. föstudag
Almennt - - Lestrar 298

Klukkan 18:00 nk. föstudag verða tendruð ljós á jólatré húsvíkinga og er það sunddeild Völsungs sem hefur veg og vanda að dagskránni sem er að venju fjölbreytt.

 

Þar má nefna að poppkór úr Borgarhólsskóla syngur jólalög undir stjórn Lisu McMaster, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings flytur ávarp og séra Sighvatur Karlsson flytur hugvekju. Jólasveinarnir láta sig ekki vanta og koma á staðinn með óvæntan glaðning handa börnunum. Þá verða Soroptimistakonur með kleinu- og kakósölu eins og undanfarin ár.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744