29. apr
Listamaður mætir vísindamanniFréttatilkynning - - Lestrar 257
Fyrsti fyrirlesturinn í röðinni "Listamaður mætir vísindamanni" verður haldinn í verbúðunum á fimmtudaginn.
Engar áhyggjur þó að þú hafir misst af opnuninni á hljóðverki Action Pyramid í verbúðunum síðasta föstudag, því að við fögnum síðasta degi sýningarinnar fimmtudaginn 1. Maí frá klukkan 12-18.
Strax á eftir verður fyrirlestraröð með þemanu "Hljóð hafsins". Fyrirlesarar verða Sonia Levy (listamaður) Action Pyramid (listamaður) Marianne Rasmussen (vísindamaður) og Guillaume Calcagni (vísindamaður).
Þetta verður allt saman í verbúðunum 2. hæð - Allir hjartanlega velkomnir !