09. jún
Lísa tekin til starfa á skrifstofu stéttarfélagannaAlmennt - - Lestrar 330
Elísabet Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá Skrifstofu stéttarfélaganna.
Hún tekur tímabundið við starfi fjármálastjóra jafnframt því að hafa yfirumsjón með bókhaldi stéttarfélaganna.
Á heimasíðu Framsýnar segir:
Lísa er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Reykjavíkur og MS í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Lísu velkomna til starfa í góðan hóp starfsmanna Skrifstofu stéttarfélaganna.