Líður að kosningum

Þegar líður að sveitarstjórnarkosningum stilla flokkarnir upp framboðslistum þar sem fólk býður fram krafta sína samfélaginu til heilla. En hvaða fólk er

Líður að kosningum
Aðsent efni - - Lestrar 634

Sigurgeir Höskuldsson.
Sigurgeir Höskuldsson.

Þegar líður að sveitarstjórnarkosningum stilla flokkarnir upp framboðslistum þar sem fólk býður fram krafta sína samfélaginu til heilla. En hvaða fólk er þetta sem býður sig fram í þessi óeigingjörnu störf. Það eina örugga  er að menn verða að skotspæni misjafnrar eldhúsborðaumræðu og fá ekkert nema skömm í hattinn hversu mikið sem menn leggja sig fram við að gera eitthvað vitrænt. Það er þó eitt sameignlegt með þessu fólki að allir vilja vel, allir telja sig geta lagt eitthvað gott til málana.

 

Ef við leggjum saman þann fjölda sem býður sig fram fyrir hvert framboð er fjöldinn mikill. Í þessum mikla fjölda má finna fólk með mismunandi skoðanir, mismunandi bakgrunn og fólk sem vill fara mismunandi leiðir til að ná settu marki. Það fólk sem skipast í sveitarstjórn ætlar sér allt að gera góða hluti á meðan það gegnir þessu ábyrgðarmikla hlutverki. Þetta er hópur fólks sem þarf að vinna vel saman þrátt fyrir misjafnar skoðanir. Þetta fólk þarf að kunna að hafa aðrar skoðanir en aðrir innan hópsins en engu að síður vera áræðið að koma sínum skoðunum á framfæri. Stundum gengur vel að vinna málefnum sínum framgang innan hópsins en stundum ekki. Engu að síður þurfa menn að axla ábyrgð á því hlutverki sem lagt hefur verið á herðar þess og horfa fram á við mót nýjum verkefnum. Sveitarstjórn sem er skipuð fólki sem vinnur saman af einurð og áræðni  í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur er samfélaginu mikilvæg. Þannig sveitarstjórn viljum við hafa.

 

Það er samfélagsleg ábyrgð allra að vinna að framgangi samfélagsins ef fólk á annað borð treystir sér til þess og hefur tækifæri til þess. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í baráttusætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Ég tel mig hafa þekking og reynslu sem nýtist samfélaginu okkar til góðra verka. Ég býð mig fram því mér er ekki sama hvernig þetta samfélag þróast og ég vil hafa áhrif á það. Ævi mín er u.þ.b. hálfnuð og það sem eftir er af henni vil ég eyða í þessu samfélagi og ég vil og ég mun berjast fyrir því að hér verði gott að búa. Ykkar stuðningur er mér mikilvægur svo við getum í sameiningu náð þessu markmiði.

Sigurgeir Höskuldsson, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744