Lengjubikar kvenna C-deild: Tap fyrir Hömrunum í fyrsta leikÍþróttir - - Lestrar 402
Kvennalið Völsungs hóf leik í Lengjubikarnum í gærkveldi þegar þær sóttu Hamrana heim í Boganum.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða sem leika í 3. riðli C-deildar Lengjubikarsins.
Oddný Karólína Hafsteinsdóttir kom Hömrunum yfir á 21. mínútu og Rakel Óla Sigmundsdóttir tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar.
Sigríður Jóna Pálsdóttir skoraði svo þriðja markið á 34. mínútu en Völsungur náði að klóra í bakkann á síðustu mínútu fyrri hálfleiks en markið skoraði Krista Eik Harðardóttir.
Völsungur minnkuðu svo muninn enn frekar þegar stundafjórðungur var eftir af leiknum en þá skoraði Bergdís Björk Jóhannsdóttir.
Oddný Karólína skoraði svo sitt annað mark í uppbótartíma og innsiglaði 4-2 sigur Hamrana. (fotbolti.net)