Leikfélag Húsavíkur hyggst setja upp leikritiđ Bót og betrun

Stjórn LH hefur ákveđiđ, í samráđi viđ Maríu Sigurđardóttur sem ráđin hefur veriđ sem leikstjóri á yfirstandandi leikári, ađ setja upp leikritiđ Bót og

Stjórn LH hefur ákveđiđ, í samráđi viđ Maríu Sigurđardóttur sem ráđin hefur veriđ sem leikstjóri á yfirstandandi leikári, ađ setja upp leikritiđ Bót og betrun eftir enska leikskáldiđ Michael Cooney.

Leikstjórinn, María Sigurđardóttir á langan feril ađ baki. Hún var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar 2008-2011 og hefur unniđ viđ leikstjórn um árabil bćđi í atvinnuleikhúsi og áhugaleikhúsi sem og viđ kvikmyndir.

Hún er Húsvíkingum og Ţingeyingum sannarlega ađ góđu kunn, ţví hún hefur leikstýrt Leikfélagi Húsavíkur, Leikdeild Eflingar, Framhaldsskóla Húsavíkur, Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur.

Ţetta mun vera í sjötta skipti sem María leikstýrir hjá Leikfélagi Húsavíkur. Fyrri uppfćrslur hennar hjá LH eru Ofurefli (86-87), Gaukshreiđriđ (91-92), Tobacco Road (94-95), Ţjónn í súpunni (03-04) og Tveir tvöfaldir (05-06). Síđast nefnda stykkiđ er eftir höfundinn Ray Cooney, en svo vill til ađ hann er fađir Michael Cooney, höfundar ađ Bót og betrun sem nú er á döfinni.

Leikritiđ nefnist á frummálinu Cash and delivery og er breskur farsi sem fariđ hefur víđa og fengiđ mjög dóma. Ţađ fjallar um mann sem grípur til ţess ráđs ađ svíkja fé út úr kerfinu međ tilhćfulausum bótakröfum eftir ađ hann missir vinnuna. Dag einn berja örlögin ađ dyrum og fer ađ trosna úr lygavefnum. Ţá hyggst okkar mađur gera bót og betrun en ţarf á ađstođ ađ halda viđ ađ verja leyndarmáliđ, bćđi fyrir stjórnvöldum og konu sinni. Hann rekst ţó á ađ ţegar kerfiđ er annars vegar getur reynst erfiđara ađ losna af bótum heldur en ađ komast á ţćr.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744