Leikfélag Húsavíkur frumsýnir BarPar nk. laugardagAlmennt - - Lestrar 489
Leikfélag Húsavíkur frumsýnir leikritið BarPar eftir Jim Cartwrigt í Samkomuhúsinu næstkomandi laugardag.
Leikritið gerist, eins og nafnið bendir til, á ónefndri krá eina kvöldstund og fá áhorfendur innsýn í líf þeirra sem eiga krána og einnig gesti þeirra sem reka nefið inn þetta kvöld.
Hjónin virðast við fyrstu sín hata hvort annað - hún daðrar skammlaust við alla gestina og drekkur út gróðann á meðan hann reynir að hafa stjórn á hlutunum. Skrautlegir og óvæntir gestir setja strik í reikninginn og hafa mikil áhrif á þau hjónin en Benóný Valur Jakobsson og Jóna Björg Arnardóttir leika þau.
Karen Erludóttir á sviði.
Leikstjóri verksins er Vala Fannell og leikarar eru sjö talsins en hlutverkin fjórtán.
“Verkið er upphaflega skrifað fyrir tvo leikara en við ákváðum að hafa þá fleiri í þessari uppsetningu. Einnig var húsbandi bætt við og tónlistin í uppsetningunni er eftir Kidda Halldórs. Með honum í húsbandinu eru Guðni Bragason, Ervin Sokk og Andres Olema.
Við hófum æfingar í byrjun febrúar og því má segja að æfingartímabilið sé óvenju stutt. Æfingarnar hafa samt gengið mjög vel en síðasti leikarinn kom inn í þetta á lokametrunum og er klár í slaginn eins og við hin” Sagði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður LH í spjalli við 640.is en hún er ein leikara í sýningunni.
Jóna Björg Arnardóttir og Arney Elva Valgeirsdóttir í hlutverkum sínum.
Frumsýningin er eins og áður segir laugardaginn 9. mars og hefst hún klukkan 18