Landssöfnun Krabbameinsfélagsins á morgunAlmennt - - Lestrar 367
Mottu-mars er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega 1. mars. Á morgun, laugardaginn 6. mars er landssöfnun þar sem selt verður sérstakt barmerki, Mottupinnann svokallaða.
Á Húsavík ætla meðlimir karlaklúbbsins Sófíu að aðstoða Krabbameinsfélagið við að selja Mottu-pinnan sem verður seldur í Kaskó og Úrval og einnig fyrir utan kjörstað í Borgarhólsskóla.
640.is vill hvetja alla til þess að styrkja þetta góða málefni með því að festa kaup á Mottupinnanum og bendir jafnframt á karlmennogkrabbamein.is
Þar er m.a. hægt að fylgjast með keppni í Mottu-marsinu auk þess að fræðast um karlmenn og krabbamein en árlega greinast 716 karlmenn með krabbamein.