Lærdómsrík heimsókn til MassachusettsAlmennt - - Lestrar 263
Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík fór í síðustu viku utan til Massachusetts í Bandaríkjunum, í námsferð sem styrkt var af Safnasjóði.
Hvalasafnið var eitt 21 viðurkenndra safna sem hlaut símenntunarstyrk fyrir starfsárið 2017.
Á heimasíðu safnsins segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að heimsækja Hvalveiðisafnið í New Bedford, en söfnin tvö hafa átt í farsælu samstarfi yfir um tveggja ára skeið.
Vel var tekið á móti starfsfólki Hvalasafnsins og átti það fundi með framkvæmdastjóra safnsins, auk fjölda annarra starfsmanna og yfirmanna safnsins og má segja að ferðin hafi verið lærdómsrík í alla staði.
Lesa má nánar um ferðina og skoða myndir á heimasíðu Hvalsafnsins