"Kýrnar kláruðu kálið" - Ljósmyndasýning Atla á LaxamýriAlmennt - - Lestrar 316
Það var vel mætt til góðra vina fundar í gær þegar Atli Vigfússon á Laxamýri opnaði ljósmyndasýninguna "Kýrnar kláruðu kálið" í Safnahúsinu á Húsavík.
Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar.
Á fésbókarsíðu Safnahússins segir:
Atla tekst svo listilega vel að mynda einlægt samtal manna og dýra þar sem kærleikurinn er leiðarljósið. Sýningin, sem er jafnframt óður til sveitarinnar, er tilkomin vegna þeirra merku tímamóta að í ár hefur Atli verið samferða Mogganum i 25 ár, myndað og ritað áhugaverðar greinar um mannlíf og búpening.
Á sýningunni sýnir Atli 100 myndir sem margar hverjar hafa birst í Morgunblaðinu síðasta aldarfjórðunginn.
Látið ekki þessa fallegu sýningu framhjá ykkur fara en hún stendur út aprílmánuð.
Atli Vigfússon við einn myndavegginn.