22. feb
Kvikmyndasýning í SafnahúsinuAðsent efni - - Lestrar 65
Á morgun sunnudag kl. 13 býður Kvikmyndasafn Íslands til kvikmyndasýninga í Safnahúsinu á Húsavík og er aðgangur ókeypis. Þar verða sýnd myndbrot frá helstu konungskomum til Íslands á árunum 1907 – 1930 en Kvikmyndasafn Íslands hefur staðið fyrir endurgerð á þessum myndum
Myndirnar eru Konungskoman 1921 eftir þá Magnús Ólafsson og Peter Petersen (Bíópetersen). Konungskoman 1921 eftir Pétur Brynjólfsson ljósmyndara. Frá konungskomunni 1926 koma hér m.a. fram myndir frá Akureyri eftir Hallgrím Einarsson ljósmyndara, sem ekki hafa verið sýndar opinberlega fyrr. Frá árinu 1926 eru sýndir hlutar mynda þeirra Hallgríms Einarssonar og Lofts Guðmundssonar.