Kvennaknattspyrnudagur á laugardagÍþróttir - - Lestrar 361
Það verður sannkallaður kvennaknattspyrnudagur á gervigrasvellinum nk. laugardag þar sem hægt verður að æfa undir leiðsögn erlendra atvinnumanna.
Kayla Grimsley, Tahnai Annis og Victoria Yvette Alonzo leikmenn Þórs/KA hafa verið viðloðandi yngri landslið USA spilað sem atvinnumenn hér heima og úti. Kayla og Tahnai voru báðar í meistaraliði Þórs/KA sumarið 2012 þar sem Kayla setti stoðsendingamet í deildinni, 22 stoðsendingar í 18 leikjum. Victoria sem er markmaður kom til liðsins í vor og allar þrjár eru þær að fara að spila í Meistaradeild Evrópu með Þór/KA núna í október.
Þær stöllur munu verða með dagsnámskeið á gervigrasvellinum á Húsavík laugardaginn 5. október. frá kl. 13:00 – 16:30 fyrir 6-16 ára stelpur.
Skipulagið verður þannig að æft verður frá 13:00-14:30 eftir það verður tekin nestispása (hver og einn kemur með nesti með sér) og síðan verður æft aftur frá 15:00-16:30.
Námskeiðsgjald: 3000 kr.
Upplýsingar og skráning fyrir föstudag kl. 20:00 hjá:
Unnari: unnar@borgarholsskoli.is , sími 863-0844 og Jóa í síma 869-0516.