Kútur kom niður MýrarkvíslAlmennt - - Lestrar 245
Nokkur hundruð lítra hvítur plastkútur kom niður Mýrarkvísl fyrir nokkru, en ekki er vitað hvaðan hann kom né heldur til hvers hann hefur verið notaður.
Ljóst er að nokkur fyrirhöfn verður að ná kútnum upp úr vatninu en hann situr á litlu skeri og ekki er hægt að vaða að honum þó e.t.v. í stórum vöðlum ef botninn gefur sig ekki. Hugsanlegt er að krækja böndum fyrir hann og draga hann en það er ekki hægt með handafli heldur með vél því í honum eru leifar af einhverju efni sem þyngja hann. Ef eigandinn saknar kútsins þá er hægt að vitja um hann en hann er nánar tiltekið staðsettur fyrir ofan brúna sem er yfir Mýrarkvísl við Heiðarenda. Í fyrstu var talið að þetta væri heyrúlla því stærðin er svipuð. Annað kom í ljós þegar þetta var athugað og menn velta fyrir sér tilkomu kútsins á þessum stað.
Kúturinn er úti í miðri Mýrarkvísl við Heiðarenda. Ljósmyndir Atli.