Kröftug hátíðarhöld á Húsavík á 1. maí

Óhætt er að segja að hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum verði glæsileg 1. maí í umhverfi verkfalla.

Kröftug hátíðarhöld á Húsavík á 1. maí
Fréttatilkynning - - Lestrar 402

Óhætt er að segja að hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum verði glæsileg 1. maí í umhverfi verkfalla.

Ræðumenn verða formaður og varaformaður Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir.

Gleðigjafinn Jóhannes Kristjánsson verður með gamanmál. Stórsöngvarinn Óskar Pétursson syngur nokkur lög auk þess sem þrjár magnaðar og landsfrægar söngkonur taka lög með Tinu Turner. Þetta eru þær Regína Ósk Óskarsdóttir,  Bryndís Ásmundsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir.

Stúlknakór Húsavíkur verður á svæðinu undir stjórn Ástu Magnúsdóttur og Steingrímur Hallgrímsson blæs í lúður eins og enginn sé morgundagurinn.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744