Kreppudjass á Gamla Bauk

The Pitchfork Rebellion spilar á Gamla Bauk fimmtudagsvöldið 19. febrúar og hefst samkoman klukkan 20:30. Í hljómsveitin eru þau Fanney Kristjánsdóttir,

Kreppudjass á Gamla Bauk
Aðsent efni - - Lestrar 389

The Pitchfork Rebellion.
The Pitchfork Rebellion.

The Pitchfork Rebellion spilar á Gamla Bauk fimmtudagsvöldið 19. febrúar og hefst samkoman klukkan 20:30. Í hljómsveitin eru þau Fanney Kristjánsdóttir, Héðinn Björnsson og Lísa McMaster og í þetta skipti mun að minnsta kosti einn óvæntur gestur spila með þeim.

 

Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 2006 og hafði þá bækistöðvar sínar í kjallaranum á Hellulandi í Aðaldal, þá voru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Í kringum áramótin 2007 slóst Lísa í hópinn, þá nýráðin fjöltónlistarkennari við tónlistarskólann á Húsavík.

Þrátt fyrir frekar sveitalegt nafn, spilar bandið ekki sveitalega tónlist. Hvorki ættjarðarsöngvar né svo kallað kántrí er á efnisskránni því bandið spilar djass og blús af miklum móð. Þau ætla að skemmta samsveitungum sínum og nágrönnum sem best þau geta á fimmtudagskvöldið. Þetta er því tilvalið tækifæri til að hrista af sér kreppuhrollinn og skella sér á baukinn.

Hljómsveitin hefur spilað í nánast öllum þorpum og bæjum landsins við ýmiskonar tækifæri, til dæmis á Djasshátíðinni á Egilsstöðum sumarið 2007 við góðar viðtökur. En 7. Mars næstkomandi liggur leið þeirra á blúshátíðina á Hornafirði.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744