Krakkablaksmót um helgina

Um helgina, 14. – 15. mars stendur Blakdeild Völsungs fyrir móti í krakkablaki fyrir börn í 4. og 5. flokki eða frá 8 – 14 ára aldurs.

Krakkablaksmót um helgina
Íþróttir - - Lestrar 306

Krakkablak í höllinni.
Krakkablak í höllinni.

Um helgina, 14. – 15. mars stendur Blakdeild Völsungs fyrir móti í krakkablaki fyrir börn í 4. og 5. flokki eða frá 8 – 14 ára aldurs. 

Þáttakendur koma frá Völsungi, KA, Þrótti Neskaupsstað, Hugin á Seyðisfirði og Einherja á Vopnafirði en fjöldi barna verður ríflega 100. 

Leikir hefjast kl. 08.30 á laugardagsmorgni og spilað verður fram undir kl. 17 og á sunnudegi hefjast leikir kl. 08.30 og síðustu leikir verða um hádegi.

Krakkablak felur í sér meiri virkni með börnin og að allir geti verið með í leik sem tekur mið að hreyfifærni leikmanna og þróun í getu. 

Í Krakkablaki er spilað eftir stigum og því gilda mismunandi leikreglur. Aðeins eru fjórir krakkar inni á vellinum í einu en stærð hans miðast við badmintonvöll. Í 4. flokki verður spilað í 4. og 5. stigi sem er hefðbundið blak með undantekningarreglum þegar kemur að uppgjöfum. Í 5. flokki verða spiluð 3 stig, allt frá því að börnin grípa bolta og skipta reglulega um stöðu í hefðbundið blak með undantekningu í uppgjafarreglum.

Allir eru velkomnir í Íþróttahöllina um helgina til að fylgjast með unga blakfólkinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744