Kompás komið útFréttatilkynning - - Lestrar 413
Málgagn útskriftarnema Stýrimannaskólans í Reykjavík, Kompás er gefið út árlega, sem fjáröflun til útskriftarferðar nemenda skólans.
Blaðið samanstendur af viðtölum og greinum sem að tengjast sjómennsku og sjávarútvegi á einn eða annan hátt. En einnig eru þar fréttir af starfi nemendafélagsins og af síðustu útskriftarferð skólans svo eitthvað sé nefnt.
Lagt var upp með að hafa blaðið fjölbreytt og skemmtilegt, með efni sem myndi hæfa flestum sem læsu það.
Mikill metnaður fór í hönnun og umbrot á blaðinu, sem að mati margra er talið vera með þeim flottari síðustu ár og væntir núverandi útskriftarhópur þess að næsti hópur skili af sér vönduðu og skemmtilegu Kompásblaði.
Sædís Eva Birgisdóttir ritstjóri Sjávarafls, átti mikinn þátt í hönnun og umbroti blaðsins og á hún bestu þakkir skildar fyrir frábæra ráðgjöf segir í fréttatilkynningu.