Knattspyrnudeild Völsungs gengur frá ráđningu á ţjálfurum meistaraflokka og yfirmanni knattspyrnumála

Nú á dögunum gekk knattspyrnudeild Völsungs frá ráđningu á ţjálfurum fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum.

Björgvin Sigurđsson og Jóhann Kr. Gunnarsson.
Björgvin Sigurđsson og Jóhann Kr. Gunnarsson.

Nú á dögunum gekk knattspyrnu-deild Völsungs frá ráđningu á ţjálfurum fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum. 

Um er ađ rćđa ţau Ađalstein Jóhann Friđriksson, Jóhann Kristinn Gunnarsson og Jónu Birnu Óskarsdóttur.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Fv. Eva Björk Káradóttir, meistaraflokksráđi kvenna, Alli Jói og Gunnar Jónsson í barna- og unglingaráđi.

Í tilkynningu segir ađ meistaraflokksráđ kvenna og Ađalsteinn Jóhann (Alli Jói) hafi gengiđ frá samningi ţess efnis ađ Ađalsteinn mun ţjálfa meistaraflokk kvenna nćstu tvö árin. Stelpurnar hafa veriđ í ţjálfaraleit frá ţví í haust, ţegar John Andrews lét af störfum. Kvennaliđiđ átti algjörlega stórkostlegt tímabil á síđasta ári. Ţćr unnu 2. deildina međ miklum yfirburđum, fóru taplausar í gegnum mótiđ og tryggđu sér ţátttökurétt í 1. deild. Ţađ eru ljóst ađ stelpnanna og Alla Jóa bíđur ćriđ verkefni á komandi sumri.

Knattspyrnudeildin er hins vegar í skýjunum međ ţessa ráđningu. Alli Jói hefur ţrátt fyrir ungan aldur gríđarlega reynslu af ţjálfun yngri flokka hjá félaginu, hefur sótt sér mikla menntun í faginu (UEFA-A gráđu) og hefur umfram allt gríđarlegan metnađ sem ţjálfari. Ţađ er ţví mikil tilhlökkun, eftirvćnting og bjartsýni hjá deildinni međ ţessa ráđningu.

Alli Jói hefur ţó ekki sagt skiliđ viđ ţjálfun ungra og upprennandi Völsunga. Viđ ţetta sama tćkifćri skrifađi hann einnig undir samning viđ barna- og unglingaráđ félagsins um ađ ţjálfa 3. flokk kvenna og 6. flokk karla.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Bergţóra Höskuldsdóttir formađur Völsungs og Jóhann Kristinn Gunnarsson ţjálfari og yfirmađur knattspyrnumála hjá Völsungi. Ađ baki ţeim standa Gunna Jónsson í barna- og unglingaráđi og Björgvin Sigurđsson í knattspyrnuráđi meistaraflokks karla.

Meistaraflokksráđ karla og Jóhann Kristinn skrifuđu einnig undir samning sem felur í sér ađ Jóhann mun ţjálfa meistaraflokk og 2. flokk karla nćstu tvö árin. Jóhann hefur sinnt ţessu sama starfi af kostgćfni undanfarin ţrjú ár og er mikil ánćgja í röđum Völsunga međ ađ fá ađ njóta áframhaldandi krafta ţessa reynda ţjálfara á nćstu árum.

Auk ţess ađ ţjálfa fyrrgreinda flokka mun Jóhann einnig starfa sem yfirmađur knattspyrnumála hjá félaginu nćstu tvö árin. Ađ ţessari ráđningu koma barna- og unglingaráđ og meistaraflokksráđ Völungs.

Um er ađ rćđa nýtt starf sem ćtlađ er ađ gera allt ţađ góđa starf sem unniđ er í knattspyrnunni á Húsavík enn betra. Yfirmađur knattspyrnumála mun bera ábyrgđ á öllu faglegu starfi innan knattspyrnunnar á Húsavík, hvort sem um er ađ rćđa allra yngstu iđkendur eđa meistaraflokka félagsins, ađ auka sýnileika knattspyrnudeildar og samrćma og framţróa vinnubrögđ ţjálfara Völsungs og sjá til ţess ađ sú ţekking haldist innan félagsins. Ţetta er stórt og mikiđ starf sem ćtlađ er ađ efla knattspyrnuna á Húsavík enn frekar og líklega enginn betur til ţess fallinn ađ ţróa starfiđ til framtíđar en Jóhann.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Ţjálfararnir Ađalsteinn Jóhann Friđriksson, Jóna Birna Óskarsdóttir og Jóhann Kristinn Gunnarsson.

Síđast enn ekki síst hafa barna- og unglingaráđ og meistaraflokkar komist ađ samkomulagi viđ Hreystiţjálfun um ađ sjá um fitness ţjálfun fyrir komandi knattspyrnusumar. Ţjálfari verđur Jóna Birna Óskarsdóttir, en hún hefur séđ um ţjálfun Metabolic hér í bć síđustu ár viđ góđan orđstír. Jóna Birna mun sjá um fitness ţjálfun knattspyrnumanna- og kvenna Völsungs frá 4. flokki og upp í meistaraflokka.

Í tilkynningunni kemur fram ađ gríđarleg ánćgja sé međal forsvarsmanna knattspyrnudeildar međ ţessa ráđningu og hefur Jóna nú ţegar tekiđ til viđ ađ koma leikmönnum félagsins í alvöru stand fyrir komandi áskoranir.

Ánćgjulegar fréttir úr starfi knattspyrnunnar og ljóst ađ međ ráđningu á ţessu ţríeyki er knattspyrnufólk félagsins, stórt sem smátt, í sérstaklega góđum höndum.

Áfram Völsungur!
  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744