23. okt
Klifurveggur vígður í ÖxarfjarðarskólaAlmennt - - Lestrar 487
Í dag vígðu nemendur unglingadeildar Öxarfjarðarskóla klifurveggi sem settur var upp í íþróttahúsi skólans fyrir sl. helgi.
Á vefsíðu skólans segir að allir nemendur hafi prófað að klifra og margir prófuðu einning að tryggja einhvern sem var að klifra í veggnum.
Flestir fóru ekki hátt í byrjun enda þarf bæði að tileinka sér tækni við klifrið og svo var fólk eðlilega ekki að treysta öryggisbúnaðinum í fyrstu.
En með vaxandi öryggi fóru margir að treysta sér hærra og áður en við hættum höfðu tveir nemendur náð að snerta höldurnar í efstu röð sem eru í rúmri 6 metra hæð.