Kelda fyrir 10 – 12 ára krakka í 5. – 7.bekk

Síðast liðinn mánudag, 6. október, opnaði félagsmiðstöðin Keldan fyrir börn í 5. – 7. bekk. Opnunartími er á mánudögum frá klukkan 17:30 –

Kelda fyrir 10 – 12 ára krakka í 5. – 7.bekk
Aðsent efni - - Lestrar 180

Síðast liðinn mánudag, 6. október, opnaði félagsmiðstöðin Keldan fyrir börn í 5. – 7. bekk. Opnunartími er á mánudögum frá klukkan 17:30 – 19:00 og fer starfið fram í sal Borgarhólsskóla. Í félagsmiðstöðinni er hægt að fara í ýmis gólfspil eins og fótboltaspil, borðtennis, þythokkí og pool. Einnig er hægt að fara í ýmis borðspil og margt fleira. Þegar líða tekur á veturinn verður svo boðið upp á ýmis námskeið sem verða auglýst nánar síðar. 

 

Mikið líf og fjör var á mánudaginn og mættu um 90 krakkar. Hægt verður að fylgjast með starfinu á eftirfarandi netslóð  http://www.123.is/1012kelda/.

 

 

Umsjónarmenn með starfinu eru

 

Kristjana María Kristjánsdóttir (866-3898) og Sigríður Hauksdóttir (899-7975).

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744