Kardemommubærinn er mættur í Samkomuhúsið

Kardemommubærinn er mættur í Samkomuhúsið

Kardemommubærinn er mættur í Samkomuhúsið
Fréttatilkynning - - Lestrar 541

Kardemommubærinn er mættur í Samkomuhúsið

10. bekkur Borgarhólsskóla sýnir Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner í leikstjórn Sigurðar Illugasonar.

Leikritið þekkja flestir og fjallar um hinn friðsama Kardemommubæ og fólkið þar. Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan búa fyrir utan bæinn og fara reglulega í ránsferðir. Við sögu koma Soffía frænka, Kamilla litla, Tommi og Bastían bæjarfógeti, að ljóninu ógleymdu ásamt fleiri íbúum bæjarins.

Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að eiga góða stund saman í jólamánuðinum.

Frumsýning sunnudaginn 8. des. kl: 14:00 2. sýning sunnudaginn 8. des. kl: 17:00 3. sýning mánudaginn 9. des. kl: 18:00 4. sýning þriðjudaginn 10. des. kl: 18:00 5. sýning miðvikudaginn 11. des. kl: 18:00

Miðaverð er kr. 1.000,- Miðasala opnar klukkutíma fyrir sýningu og þá er einnig hægt að panta miða í síma 464-1129.

Athugið að ekki eru númeruð sæti. Sjoppa er á staðnum en ekki tekið við kortum.

10.bekkur Borgarhólsskóla. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744