Kallarnir á Kristínu fengu tertu

Línuskipinu Kristínu ÞH 157 var fagnað þegar það lagðist að bryggju í nýrri heimahöfn á Húsavík í morgun. Er þetta í fyrsta koma skipsins síðan útgerð

Kallarnir á Kristínu fengu tertu
Almennt - - Lestrar 419

Bergur Elías færir skipstjóranum tertuna.
Bergur Elías færir skipstjóranum tertuna.

Línuskipinu Kristínu ÞH 157 var fagnað þegar það lagðist að bryggju í nýrri heimahöfn á Húsavík í morgun. Er þetta í fyrsta koma skipsins síðan útgerð þess , Vísir hf., færði heimahöfn þess frá Grindavík til Húsavíkur.

 

Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings var fyrstur um borð, bauð menn velkomna og færði Njáli Kolbeinssyni skipstjóra og áhöfn hans tertu í tilefni komunnar.

Starfsmenn Eimskips á Húsavík tóku strax til við löndun en Kristín GK var með 75-80 tonna afla sem var nánast öllum ekið til vinnslu í öðrum starfsstöðum Vísis hf. en á Húsavík. Ástæða þess er að á Húsavík er einungis unnin ýsa og ýsuaflinn hjá Kristínu í þessari veiðiferð var einungis tvö til þrjú kör.

Vélstjórinn á Kristínu var að taka olíu þegar ljósmyndari 640.is var um borð og reyndist þar vera á ferðinni Enok Sigurgeir Klemensson frá Ártúni í Köldukinn. Hann sagði þá vera tvo þingeyingana í áhöfn Kristínar. Hinn væri Ágúst Ámundason frá Lautum í Reykjadal.

Enok Sigurgeir Klemensson vélstjóri á Kristínu .

Kristín ÞH 157.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744