Kaldbakstjörn open - Ísmót Grana verður um helgina

Hið árlega Kaldbakstjörn - open sem er ísmót Hesamannafélagsins Grana verður haldið á Kaldbakstjörn laugardaginn 28. febrúar kl. 14.

Kaldbakstjörn open - Ísmót Grana verður um helgina
Fréttatilkynning - - Lestrar 341

Hið árlega Kaldbakstjörn - open sem er ísmót Hesamannafélagsins Grana verður haldið á Kaldbakstjörn laugardaginn 28. febrúar kl. 14. 

Keppt verður Pollaflokki, Barnaflokki, A-flokki gæðinga, B-flokki gæðinga og 100m skeiði. Tekið verður á móti skráningum til kl. 22 föstudagskvöldið 27. feb. í síma 695-1808 og í tölvupóst karin@internet.is

A.t.h. mótið er opið öllum sem hafa áhuga á að eiga með okkur góða stund og reyna hesta sína við góðar aðstæður á ís.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744