Kaðlín hefur fært sig um set við höfnia

Handverkshópurinn Kaðlín hefur nú fært sig um set við höfnina en opnuð hefur verið verslun að Naustagarði 1.

Kaðlín hefur fært sig um set við höfnia
Almennt - - Lestrar 419

Kaðlín hefur fært sig yfir í Naustagarð 1.
Kaðlín hefur fært sig yfir í Naustagarð 1.

Handverkshópurinn Kaðlín hefur nú fært sig um set við höfnina en opnuð hefur verið verslun að Naustagarði 1.

Að sögn Bergljótar Jónsdóttur handverkskonu í Kaðlín var þeim boðið húsnæðið, sem er í eigu Norðursiglingar, í byrjun maí þegar ljóst var að húsnæði það sem þær voru í að Hafnarstétt 1 væri selt.

"Við höfðum reyndar val um að vera á gamla staðnum út sumarið en völdum þann kostinn að flytja strax. Við erum búin að opna nýja verlsun og erum mjög sátt með þennan snúning og spennt fyrir komandi sumri" sagði Bergljót en Kaðlínarhópurinn telur nú nítján manns.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þessar Kaðlínarkonur voru við í versluninni þegar ljósmyndara 640.is bar að garði. Fv. Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Sólveig Skúladóttir, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Svanhvít Jóhannesdóttir og Guðrún Stefánsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Nýja verslun Kaðlínar er í suðurenda Naustagarðs 1.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744