Kaðlín búin að koma sér fyrir á HafnarstéttinniAlmennt - - Lestrar 528
Handverkshópurinn Kaðlín er nú kominn í nýtt húsnæði að Hafnarstétt 1, nánar tiltekið á neðri hæð Hvalsafnsins.
“Við opnðum hér 13. apríl sl. eftir talsverð bið en nú er þetta orðið að veruleika og við mjög ánægðar með okkur hér. Komnar í öruggt skjól eftir að hafa verið á hrakhólum með húsnæði sl. 2 1/2 ár” Sagði handverksskonan Bergljót Jónsdóttir við tíðindamann 640.is í gær.
Húsnæðið í eigu Steinsteypis og er Kaðlín með leigusamning til fimm ára. Fyrirtækið setti einnig upp almenningssalernisaðstöðu inn af rýminu sem Kaðlín er í og inn í leigusamningnun er ákvæði þess efnis að Kaðlín sjái um þrif á henni.
Unnið verður að því sumar að taka húsið í gegn að utan og þá er verið að undirbúa opnun kaffihúss í húsnæðinu.
“Núna þegar við erum komin í framtíðarhúsnæði getum við einnig haft opið á veturnar en undanfarin 2 1/2 ár höfum við einungis verið með opið á sumrin. Þá viljum við gjarnan fá fleira handverksfólk hér á Húsavík eða nærsveitum til samstarfs, það hljóta að vera einhverjir sem vilja koma sínum vörum á framfæri á svona nýjum og flottum stað” Sagði Begga með bros á vör og hvetur áhugasama til að líta inn í Kaðlín og kynna sér aðstöðuna og handverkshópinn.
Opnunartíminn í Kaðlín í sumar er 10-18 en opið er alla daga.
Handverkskonurnar Bergljót Jónsdóttir, Elín Jónasdóttir og Sigurborg Örvarsdóttir alsælar með nýju Kaðlínarbúðina.