KA vann FjallalambsdeildinaÍþróttir - - Lestrar 303
Lokaumferðin í Fjallalambsdeildinn fór fram á Laugum laugardaginn 16. mars og var hún með eindæmum litskrúðug. Hægt var að fá bónusstig fyrir m.a. að mæta í bleikum sokkum og með því að mæta með ,,mottu” í tilefni átaksins Mottumars.

Eins og áður segir þá var hægt að skora bónusstig fyrir ,,mottur” en Snörtur, sem eru framkvæmdaraðilar Fjallalambsdeildarinnar, ákvað að leggja 500 kr í átakið Mottumars fyrir hverja mottu sem mætti á svæðið.
Söfnuðust þar 10.000 kr til verkefnisins sem lagðar voru inná söfnunarsíðu Ólafs Daníels Jónssonar, eins af leikmönnum Snartar, en fyrirtækið Verkís sem Ólafur vinnur hjá leggur jafna upphæð á mót hverri krónu sem starfsmenn þeirra safna og því má segja að þeir leikmenn sem mættu með mottu hafi lagt um 20.000 kr í söfnunia Mottumars þetta árið.
Lið Völsungs varð í öðru sæti.
Lið Snartar.
Fjallalamb og Snörtur vill þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir veturinn og einnig þeim sem fylgdust með. Takk fyrir okkur.
Hægt er að sjá lokastöðuna og fréttir á fjallalambsdeildin.is