25. jún
Sigurður Unnar og Arnþór Haukur sigruðu Jónsmessumótið í Skeet.Íþróttir - - Lestrar 483
Skotfélag Húsavíkur hélt Jónsmessumót í Skeet á félagssvæði sínu við Vallmóa í gærkveldi.
Keppt var í fábæru veðri en alls mættu níu keppendur til leiks.
Keppt var í tveimur flokkum.
Í 1. flokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson, annar var Ómar Örn Jónsson og Elías Frímann Elvarsson í því þriðja.
Í 2. flokki sigraði Arnþór Haukur Birgisson, Guðmundur H. Halldórsson var í öðru sæti og Hallur Þór Hallgrímsson í því þriðja.
Elías Frímann, Sigurður Unnar og Ómar Örn.
Hallur Þór, Arnþór Haukur og Guðmundur Halldór.